Leidd fjarþjálfun þar sem við æfum saman, það koma inn tvær leiddar æfingar á viku og svo ein bónus æfing á viku sem er allskonar, stundum leidd og stundum ekki en alltaf góðar útskýringar og einfalt fyrirkomulag.
Markmiðið með þjálfuninni er að stunda skemmtilegar æfingar þar sem æft er á sínum forsendum. Gleði, sviti og styrkur er aðalmarkmiðið. Einning munum við láta inn allskonar fræðslu með til dæmis spjalli um grindarbotn, kviðbil, meiðsli eða allt það sem brennur á ykkur og þið hafið áhuga á.
Þetta er fyrir þig ef þig langar að:
– Finna gleðina í hreyfingu og hafa gaman á æfingu.
– Hlusta á líkamann og miða æfinguna útfrá því.
– Styrkja þig og bæta þol.
– Liðka þig og líða vel í líkamannum.
– Fá skemmtilegar æfingar og vera hluti af hóp í því.
Mælum með að þið hafið aðgang að handlóðum eða einnhverskonar lóðum, teygjum og nuddbolt en svo er líka hægt að nota hugmyndaflugið og nota eittthvað annað í staðin.
Æfingarnar eru ekki lengri en 45 mínútur og hægt að taka æfingarnar hvenær sem er, eina sem þarf að gera er að ýta á play og æfa með okkur.
Erum með app þar sem æfingarnar koma inn ásamt því að hægt er að peppa hvor aðra og allskonar skemmtilegt!
Sara Lind og Valgerður sjúkraþjálfarar og þjálfarar sjá um þjálfunina og æfa með ykkur <3
Hlökkum mikið til!
Eins mánaðar uppsagnarfrestur.
17.900 kr. / mánuði
17.900 kr. / mánuði