Bakskólinn á netinu

Bakskólinn á netinu

 Eru bakverkir að trufla þig ?

Hamlar þeir þér í hreyfingu, daglegu lífi og vinnu ásamt því að trufla svefn og valda pirring?

Við höfum verið þarna sjálf og viljum hjálpa þér að finna hinn gullna meðalveg milli þess að forðast verki, með því að draga úr virkni, eða hunsa öll skilaboð frá líkamanum og þjösnast áfram þrátt fyrir verkina.

💪🏻Í Bakskóla VIVUS færðu aukinn stuðning og nákvæman leiðarvísi að því hvernig má minnka verki og auka færni ásamt eftirfarandi:

👉🏼Fræðsla á netinu (álagsstýring, verkir, setstaða, likamsbeiting ofl.)

👉🏼 Liðkanir, nudd og séræfingar út frá þínu vandamáli í gegnum netið

👉🏼 Styrktar- og þolæfingar til að gera heima eða í ræktinni (valkvætt)

👉🏼Beint samband við sjúkraþjálfara gegnum netið og aukin aðstoð á staðnum ef þarf

8 til 12 vikna námskeið

9.900 kr á mánuði.

Val um 2 eða 3 mánuði í áskrift

Takmarkað pláss

 

Um þjálfarana

Þjálfarar námskeiðs eru sjúkraþjálfararnir Daði og Valgerður. Þau hafa bæði mikla reynslu og þekkingu varðandi endurhæfingu einstaklinga með bakverki.

Þau hafa verið virk í að sækja þekkingu á þessu sviði ásamt fjölbreyttum aðferðum í þol og styrktarþjálfun og ná því að hámarka árangur þjálfunar þrátt fyrir stoðkerfisverki.

Á námskeiðinu er stuðst við hugmyndafræði Kinetic Control og markmiðið er að gera einstaklinga sjálfstæða og efla þá í að þekkja inn á einkenni sín og geta brugðist við þeim af öryggi.

Ég skrái mig og hvað svo?

  1. Skráning í bakskólann hér á heimasíðunni
  2. Svarar spurningalista sem þú færð sendan
  3. Símtal frá sjúkraþjálfara
  4. Viðkomandi fær aðgang að einum af þremur hópum netnámskeiðsins út frá niðurstöðum spurningalista og símtal.
  5. Aðgangur að facebook hóp þar sem fræðsla, stuðningur og pepp kemur inn

Hlökkum til að æfa með þér, fræðast og auka vellíðan næstu vikurnar 💪🏻

 

Fyrri þátttakendur Bakskólans höfðu þetta að segja:

“Hélt ég gæti aldrei losnað svona mikið við verki í mjóbaki, Bakskólinn og þessar æfingar hafa gert svooo mikið fyrir mig.

“það er svo gaman að geta æft á fullu og verið virk í vinnunni með börnunum án verkja”

“Fannst fræðslan mjög hjálpleg fyrir æfingarnar í ræktinni”

“Hjálpaði mér við að minnka verki t.d. við að beygja mig, taka upp hluti og þess háttar”

“Gott að geta gripið í hreyfingu til að mýkja upp bakið aftur eftir að hafa gert of mikið”

9.900 kr. / mánuði for 3 mánuði

9.900 kr. / mánuði for 3 mánuði