Niðurstöður á rannsókn frá 2015 á 3110 verkjalausum einstaklingum sýndi fram á að há prósenta af fólki er með slit í hryggnum, brjóskútbungun eða brjósklos án þess að upplifa verki. Þessi prósenta eykst með aldri.
Algengi slits í hrygg var frá 37% í kringum tvítugt og allt upp í 96% hjá einstaklingum í kringum áttrætt.
Algengi útbungunar í hrygg var frá 30% hjá einstaklingum í kringum tvítugt og allt upp í 84% hjá þeim sem eru í kringum áttrætt.
Algengi brjósklos var frá 29% hjá einstaklingum í kringum tvítugt og allt upp í 43% hjá einstaklingum í kringum áttrætt.
Skýringin á þessu er eðlilegt slit í hrygg sem gerist með aldrinum og byrjar strax í kringum tvítugt. Ef erting er á taugar eða annað slíkt útaf sliti, brjóskútbungun eða brjósklosi að þá getur það orsakað verki.
Mikilvægt er að fá líkamlega skoðun til að meta hvort það sé eitthvað í hreyfimynstri, vöðvastyrk eða liðleika sem er að valda þessum verkjum.
Útgangspunkturinn er sá að með aldrinum eru þetta eðilegar breytingar á hrygg og þrátt fyrir að myndataka sýni fram á brjóskútbungun, brjósklos eða slit í hrygg þá þarf það ekki að skýra verkina sem verið er að upplifa.