Workshop fyrir hlaupara

Á fimmtudaginn 6.maí verður workshop fyrir hlaupara í tengslum við meiðsli. Bæði verður farið yfir fyrirbyggjandi leiðir og bjargráð ef upp koma meiðsli.

Farið verður yfir:

1. Helstu vandamál tengd hlaupum og leiðir til að fyrirbyggja meiðsli. 

2. Skoðun og greiningu á liðleika og styrk í helstu liðum er snúa að hlaupum.

3. Aðferðir og leiðir til að koma í veg fyrir vandamál tengd skorti á styrk og liðleika.

Allir þátttakendur fá aðgang að æfingabanka útfrá námskeiðinu í 4 vikur.

Daði Reynir (sjúkraþjálfari og þjálfari) og María Kristín (sjúkraþjálfari og þjálfari) munu sjá um workshopið.

Skráning með því að senda póst á netsjukrathjalfun@netsjukrathjalfun.is

Eingöngu eru 12 pláss í boði.

Verð: 14.900 kr. 

Tímasetning: Fimmtudagurinn 6.maí kl.18-20.

Staðsetning: Hilton Reykjavík, Suðurlandsbraut 2.